einu sinni enn eða.....

Jæja þá ætla ég að reyna fara blogga aftur því þeir sem þekkja mig vita að ég sit ekki á skoðunum mínum lengi það er alveg á hreinu. Ég mun kannski ekki vera blogga á hverjum degi en kannski verður það nú samt. Svo ef maður vill reyna fá svör frá hinum og þessum þá er lang best að bara skrifa þeim á netinu og vona að maður fái svör. eins og kannski einhverjir vita þá hef ég barist fyrir mörgu í gegnum tíðina þar á meðal rétti okkar og rétti mínum og minna . þá á ég við að ég á 2 langveik börn og hef barist við kerfið eins og fleiri sem eiga langveik og fötluðbörn. Ég er engin undantekning.

Mér finnst bara helv.. fúlt að þurfa vera berjast frá degi til dags. um rétt minn í kerfinu. þetta kerfi finnst mér alveg rotið . þið verðið bara að afsaka mig því ég er orðin frekar þreytt á því að þurfa vera að berjast og berjast.

Þegar Hr. Guðlaugur Þór Þórðarson kom til ráða í Heilbrigðiskerfinu þá fór eitthvað að gerast og þakka ég honum kærlega fyrir það.  En margt þarf enn að laga og veit ég það að róm var ekki byggð á 2 dögum en ég held að ég geti talað fyrir marga foreldra langveikra barna að margt þurfum við að betrumbæta til að hreinlega fólk nái endum saman. td. 1. Sýklalyf eru ekki borguð af Tryggingarstofnun! frekar fáranlegt finnst mér.   tryggingarstofnun tekur ekki þátt meir en25þús kr á hjálpartæki. Þau segja TR. tekur þátt 75% eða að hámarki 25þús. hvað ætli maður sé búinn að fá svol. mörg bréf með þessum staðhæfingum frá þeim.  svo er það annað 2 hjálpartækjaskór á ári.

Við vitum það nú öll að börn sem eru að stækka og þroskast þau þurfa nú fl pör af skóm en  2 er það ekki?

jæja ég gæti verið hér í allt kvöld en geri það ekki. Því ég á nú börn sem ég þarf að sinna og jú heimilinu líka.

 

jæja kæru vinir hafið það sem allra allra best. þangað til á morgun því ekki er ég búin í ham...

Það er alveg á hreinu.

 

bestu kveðjur

Helga Jóhanns.. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Huld

númer eitt eða ekki neitt fyrst til að kommenta!

hæhæ "litla systir"

jæja gott að þú ert komin með blogg svo mann geti nú fylgst með þér þar sem við virðumst nú ekki vera alltof duglegar við að hafa samband....

bið að heilsa Bjöllu frænku

Eydís Huld, 5.12.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband