Færsluflokkur: Bloggar
5.3.2008 | 12:12
Sumarið er tíminn...
Sumarið er tíminn.. já svo sannarlega.. mikið hlakkar mig til þegar sumarið kemur og maður getur farið í ferðalög með fjölskyldunni og notið sólarinna og góða veðrisins . Verið úti á palli með krökkunum farið í gönguferðir og haft það notarlegt í faðmi fjölskyldunnar. Ég er ekki að segja það að ég geri það ekki núna en þegar kalt er í veðri þá getur elsku Ísak Máni minn verið svakalega lítið úti þessi elska.. Lungun hans þola það nú ekki mikið því miður. Stefnan hjá okkur fjölskyldunni er nú að reyna komast aðein erlendis eins og að kíkja á maju okkar og stebba og heimsækja jóa bróður hans Hjalta míns og fjölsk. úti í Danaveldi.. Svo er auðvitað Gunni run og Þórunn þar úti líka og væri voða gaman að kíkaj svolítið til þeirra.
Stebbi okkar og Maja voru nú að eignast lítinn sætann danaprins eða eins og Hjalti og stebbi kalla hann litla jarðýtu jaxlinn já Elsku stebbi og maja innilega til hamingju með litla fallega prinsinn ykkar. Hann er algjört bjútí.. Soknum ykkar svaklega og væri nú svakalega gaman þegar þið flytjið aftur heim á klakan Hjalti telur niður og ég auðvitaqð líka...
Annars er allt gott að frétta af okkru hér og gengur allt sinn vana gang..
Allt brálað að gera hjá húsmóðurinni . Er í eiginlega alltof miklum nefndum og fl. Er td. Formaður Foreldrafélags Leikskóla Álfheima. er í Foreldrafélaginu í skólanum hjá Anítu Björk minni og er ístjórn FLÁ sem er regnhlífasamt. Foreldrafélaga í Leikskólum í Árborg.. svo er maður með Bænahring í Sálarrasóknarfélaginu á Suðurlandi .. held að ég geti ekki verið á fl stöðum hahah já svona er þetta maður má ekki láta deigan síga og er þetta bara svaka fínt . mætti samt vera stundum minna að gera en ég kom mér í þessa stöðu og getur maður þá ekki kvartað
jæja ætla fara taka trylling á þrifum heima og þvo þvott og gera og græja ... taka vor trylling á heimilið setja græjurnar í botn og hlusta á Anastaciu vinkonu mína ...
Heyrumst síðar...
Helga jó.. í vortrylling
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2008 | 02:04
Afsakið hvað ég er búin að vera lot að blogga...
Já svona er lífið þegar maður hefur mikið að gera...... já þa meina ég að sinna bornum , maka og vinum og fl... já en af okkur familyunni er ekkert þannig að frétta . Maður er bara búinn að vera standa í þessum blessuðu veikindum sem herjað hefur á landann.. Held að með réttu þá er Ísak Máni minn búinn að vera nánast veikur frá byrjun des.. tekið allar pestar og verið bara hund veikur kall greyjið já svo Nokkvi Már minn líka eitthvað .. Haldiði ekki að Anítan mín Bjork sem verður aldrei veik 7.9.13. hafi fengið ælupestina og svo Lús!!!!! ojjjjj...... var ekki að meika þetta gamlan... hélt að hún væri sko laus við helv... afsakið orðbragðið en ...lúsina Hún var farin til pabba síns af þcí að þau voru svo elskuleg að bjóða skvísunni til Spánar ... Sólveig setur hana í bað og áhvað að kemba henni ..Nei!!!! hún fann fl. lýs!!!! Dííí´.... jamms Anita geyjið þurfti að vera með lús úti á spáni og vera með buff og allir að kemba og auðvitað fengu fl. lús;-( frekar fúlt....
Sú gamla(ég) tók sótthví á pakkann Gorsamlega sótthreinsaði allt húsið. Borninn..kallinn og allt saman,.. og var ligguð við hreinna en á jolunum.. Er nú samt þekkt fyrir að hafa allt hreint og fínt í kring um mig.. Ryksuga notabene á hverjum degi því ég vill hafa allt hreint sko..
En var laus við vinkonu mína Frk. Lús þangað til að Ísak Máni og Nokkvi Már þurftu endilega að fá kerlu... En Þá fekk mín trylling og bara tók Britney á pungana mína og fór þá frk. Lús til Fiskalæknisins eins og þessir englar mínir sogðu... Ísak máni minn var nú frekar fúll að mamma hans hafi nú tekið skottið hans sem hann var búinn að vera safna í dágóðann tíma ... Frekar fúlt en hann sagði nú við ommu sína Bjarnlaugu að Frk Lús hafði borðað skottið hans en ekki rakvélin.. frekar mikið krútt þessi elska...
Svo er það annað Við Hittum Gulla Hjartalæknir og hann skoðaði Hjartað á 'Isak Mána heldum að það væri nú loksins búið að lokast en.... svo er ekki ..... það er enn frekar stórt...
Lungun eru nú frekar eins bara léleg og hann er alltaf greyjið að kvarta um hnappinn ámallanum sínum... En ég ætla nú að láta Lúther skoða hann sem fyrst en síðast þegar við spurðum með þetta þá var okkur bara tjáð það að þetta væri nú bara sjúkdómurinn hans... Þannig að maður verður víst kannski bara að taka þessu held ég en ég ætla nú samt að láta kíkja á peyjann.. Held að annað virki nú bara ekki sko...
Annars er bara allt bara gott hjá okkur Hjónakornunum.. Búinn að kaupa okkur nýtt Borðstofuborð og stóla og Eldhúsborð og stóla líka við það... Frekar flott sko.. jamms já keypti bara eins borð í stofuna og eldhúsið og eins stóla...
Verð að segja ykkur líka að Hún Aníta Bjork mín er svo dugleg í skólanum að hálfa væri nóg...
ja mín fékk bara 5. 10jur og 9 .9jur Mammann frekar montin af minni sko.... Já þessi elska hún er náttúrulega fallegust og klárust....
læt fylgja með mynd af Klárustu og yndislegustu stelpu í heiminum geiminum...
Hafið það gott kæru vinir og munið verið góð við hvort annað ..... og munið..
Eitt bros getur í dimmudagsljósi breytt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2007 | 19:13
Gleðileg Jól...
'Eg vil óska ykkur kæru vinir og vandamenn og allir þeir sem lesa bloggið mitt. Vona að nýja árið færi ykkur birtu og Yl...
Þakka allt gamanlt og gott og guð veri með ykkur og umvefji ykkur hlýju og kærleik..
Jólaog nýjárskveðjur
Helga Jóhanns... og Fjölsk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 13:57
Svona fara vextirnir okkar í....
Við vitum það öll að við þurfum að borga okkar vexti á lánum og þ.h. eins og rúmlega helmingur þjóðarinnar þá eru fólk með lán... yfirdrætti. skuldabréf og fl... Og jú auðvitað þa er bankinn mjög duglegur að rukka okkur um vexti af hverskyns útlánum hjá bönkunum..
Mér leikur forvitni á því hvernig í ósköpunum geta bankarnir verið að byggja sumarbústaði hér um landið uppá fleiri fleiri milljónir. pantað að utan sérstakan trjávið í bústaðina og jafnt innan sem utan og sérpantað að utan innréttingar og tæki.. Tek ég það fram að kannski séu það ekki allar bankastofnanir sem gera þetta en ég get td. tekið til greina eina bankastofnun sem gerir slíkt. og er ég þá að tala um Landsbanka Íslands.. Þeir eru nú að byggja 2 bústaði og eiga eftir að verða fl í Þrastarskógi. Kostnaður á þeim hverjum og einum hljóða uppá 55milljónir!!!
Og Þetta fara vextirnir okkar í! þeir eru að styrkja fótboltan sem er bara gott og gilt með það en... hvað um hina sem minna mega sýn? Er ekki skynsamlegra að lækka vexti okkar fólks sem er með minni tekjur en aðrir og eiga í fullu fangi með að borga af sýnum húsum og öðru slíku? Lán í dag er ekki hægt að borga jafnt og þétt niður því jú við rum yfirleitt að borga mest megnis vextina af lánunum okkar! Mér finnst allt í lagi að þeir sem eiga fullt af peningum og skulda ekki mikið að það megi endurskoða það að þeir séu með hærri vexti en ekki við sem eigum ekki mikið milli handanna... og fólk sem er kannski Öryrkjar og fólk með langveik og fötluð börn . fólk sem er að kaupa kannski sýna fyrstu íbúð og þessháttar.. Ég held að þessi stjórnendur bankanna eigi aðeins að fara hugsa sinn gang! og það sem fyrst....
Með vinsemd og Virðingu
Helga Jóhannsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 23:07
Frábært hjá Hr. Geir H. og Jóhönnu Sig..
Jæja þá hlakka mér til þann 1.apríl nk. þegar ný lög komast í gagnið.
Já eins og ég sagði hér í gær þá er ég þakklát honum Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir allt framtakið sem hann hefur komið á laggirnar samb. við bætt kjör okkar. Hann á sko hrós skilið. Já ég þarf sko ekki að hugsa mig 2x um þegar ég kýs næst það er alveg á hreinu og vona ég svo sannarlega að fólk geri slíkt hið sama. Og henni Jóhönnu og Hr. Geir H Haarde. Þau eiga hrós skilið fyrir framtak sitt í dag og vona ég að fl.taki þau til fyrirmyndar.
Hjá mér er bara allt ágætt að frétta. Aníta Björk mín þurfti að detta og meiða sig á mánudaginn og fórum við mæðgur til tannsa því hún datt beint á andlitið og nýju fínu framtennurnar hennar þurftu að losna þannig að við þurfum að fara til tannsérfræðings í bænum og láta skoða betur tennurnar hjá þessari elsku setja bitplötu í góminn. þannig að nú er hún eiginlega bara á fljotandi fæðu því hún getur ekki bitið með framtönnunum.
Svo um kvöldið þá þurfti Nökkvi Már minn yngsti að skera sig undir tásunum sínum og eyddum við kvöldinu uppá slysó að sauma 4 spor. En öll sagan er nú ekki búinn já daginn eftir þá fann hann svo til til undir tásunum sínum og þegar ég fór að a.t.h málin þá var þessi elska orðin allur rauður og saumarnir losnaðir þannig ða við brunuðum aftur uppeftir og var tekin mynd og saumarnir teknir og kom þá sýking í ljós og þurfti að líma saman skurðinn og hann settur á syklalyf.
og vona ég svo sannarlega að allt sé nú búið.
Krakkarnir þau Aníta Björk og Ísak Máni minn fóru svo til ömmu Bjarnlaugar í jólasmákökubakstur og jólakortagerð. og voru þau svakalega montin með afrakstur dagsins.
'isak Máni þurfti líka smá að losna frá múttu sinni og fara til ömmu aleinn eins og hann sagði.
Hann greyjið er búinn að vera heima í viku þessi elska því lungun eru ekki að gera sig eins og stendur en það er nú held ég að lagast. Friðarpípan lagar allt ....
Jæja læt þetta duga í bili elskurnar. heyrumst síðar.
tjao...
Helga bjúti...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 18:09
einu sinni enn eða.....
Jæja þá ætla ég að reyna fara blogga aftur því þeir sem þekkja mig vita að ég sit ekki á skoðunum mínum lengi það er alveg á hreinu. Ég mun kannski ekki vera blogga á hverjum degi en kannski verður það nú samt. Svo ef maður vill reyna fá svör frá hinum og þessum þá er lang best að bara skrifa þeim á netinu og vona að maður fái svör. eins og kannski einhverjir vita þá hef ég barist fyrir mörgu í gegnum tíðina þar á meðal rétti okkar og rétti mínum og minna . þá á ég við að ég á 2 langveik börn og hef barist við kerfið eins og fleiri sem eiga langveik og fötluðbörn. Ég er engin undantekning.
Mér finnst bara helv.. fúlt að þurfa vera berjast frá degi til dags. um rétt minn í kerfinu. þetta kerfi finnst mér alveg rotið . þið verðið bara að afsaka mig því ég er orðin frekar þreytt á því að þurfa vera að berjast og berjast.
Þegar Hr. Guðlaugur Þór Þórðarson kom til ráða í Heilbrigðiskerfinu þá fór eitthvað að gerast og þakka ég honum kærlega fyrir það. En margt þarf enn að laga og veit ég það að róm var ekki byggð á 2 dögum en ég held að ég geti talað fyrir marga foreldra langveikra barna að margt þurfum við að betrumbæta til að hreinlega fólk nái endum saman. td. 1. Sýklalyf eru ekki borguð af Tryggingarstofnun! frekar fáranlegt finnst mér. tryggingarstofnun tekur ekki þátt meir en25þús kr á hjálpartæki. Þau segja TR. tekur þátt 75% eða að hámarki 25þús. hvað ætli maður sé búinn að fá svol. mörg bréf með þessum staðhæfingum frá þeim. svo er það annað 2 hjálpartækjaskór á ári.
Við vitum það nú öll að börn sem eru að stækka og þroskast þau þurfa nú fl pör af skóm en 2 er það ekki?
jæja ég gæti verið hér í allt kvöld en geri það ekki. Því ég á nú börn sem ég þarf að sinna og jú heimilinu líka.
jæja kæru vinir hafið það sem allra allra best. þangað til á morgun því ekki er ég búin í ham...
Það er alveg á hreinu.
bestu kveðjur
Helga Jóhanns..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)